Skilmálar

Skilmálar um vildarkort Lindex á Íslandi
Skilmálar Borgunar hf.
Skilmálar um endurnýtingu fatnaðar í samstarfi við Rauða krossinn

Skilmálar um vildarkort Lindex á Íslandi

  • Umsókn um aðild að More at Lindex fæst í verslunum Lindex, á Facebook síðu Lindex Iceland og á ldx.is/vildarkort.
  • Sem meðlimur færðu vildarkort með strikamerki til þess að auðkenna þig þegar þú verslar.
  • Auðkenning með ofangreindri leið er nauðsynleg til þess að njóta afsláttarkjara í verslun. Ef þú framvísar ekki vildarkorti er ekki hægt að afgreiða vörur á afsláttarkjörum.
  • Lindex áskilur sér rétt til að breyta skilmálum þessum með eins mánaðar fyrirvara. Meðlimum eru sendar upplýsingar þess efnis í tölvupósti. Gildandi skilmála má alltaf finna á ldx.is/vildarkort.

Uppsögn aðildar í heild eða að hluta

    • Aðild þín að More at Lindex er í gildi þar til henni er sagt upp, hvort sem þú eða Lindex tekur ákvörðun þar að lútandi. Ef aðild þín hefur verið óvirk í meira en 36 mánuði (þ.e.a.s. meira en 36 mánuðir hafa liðið frá síðustu kaupum) áskilur Lindex sér rétt til þess að ógilda aðild þína. Þar með munu uppsafnaðir punktar falla úr gildi. Lindex áskilur sér einnig rétt til að ógilda aðild þína eða ógilda uppsafnaða punkta vegna misnotkunar. Með misnotkun er átt við að þú fylgir ekki skilmálum þessum eða lætur aðra aðila skrá kaup með þínu vildarkorti.
    • Þú getur hvenær sem er sagt upp aðild þinni að More at Lindex með því að senda skilaboð þess efnis á more@ldx.is.
    • Með því að samþykkja skilmála vildarkortsins samþykkir þú einnig að taka á móti tölvupósti, skilaboðum í farsíma og hefðbundnum pósti með skilaboðum frá Lindex á Íslandi.

  • Þú getur afskráð þig af póstlista og lista fyrir sms sendingar með því að senda tölvupóst á more@ldx.is.

Vildarpunktar

  • Mánaðarlega eru vildarpunktarnir lagðir saman og lagt inn á vildarkortið þitt 250 krónur fyrir hverja 10.000 punkta.
  • Þú færð einn punkt fyrir hverja krónu sem þú verslar fyrir nema annað sé tekið fram, t.d. á sérstökum dögum eða við sérstök tilefni sem kynnt verða fyrir vildarkortshöfum með tölvupósti, SMS og/eða á Facebook síðunni Lindex Iceland..
  • Ef þú nærð ekki lágmarksfjölda punkta færast punktarnir yfir á næsta tímabil.
  • Ekki er hægt að skipta punktum fyrir reiðufé.
  • Fyrir kaup á vörum sem ekki eru seldar með afslætti í Lindex færðu punkta inn á vildarkortið þitt, að undanskildum kaupum á gjafakortum. En þegar gjafakortið er nýtt til þess að kaupa vörur getur handhafi þess fengið vildarpunkta inn á vildarkortið sitt.
  • Þegar þú notar inneign af vildarkorti til þess að kaupa vörur þá safnarðu ekki vildarpunktum.
  • Ekki er hægt að skrá punkta eftir að kaup hafa farið fram, því er afar mikilvægt að þú framvísir vildarkorti þegar þú verslar.
  • Inneign á vildarkorti gildir í 6 mánuði.
  • Á afmælisdegi þínum færð þú gjöf frá Lindex. 1.000 kr. eru lagðar inn á vildarkortið sem hægt er að nýta við vörukaup í öllum verslunum Lindex. Send eru textaskilaboð og tölvupóstur til að minna þig á að gjöfin bíði þín í næstu verslun Lindex. Gjöfina er aðeins hægt að nýta á afmælisdaginn.

Árlegur bónus

  • Ef þú verslar fyrir kr. 80.000 eða meira á einu almanaksári færðu að auki ársbónus. Ef þú verslar fyrir kr. 80.000 færðu 2% í inneign á vildarkorti (kr. 1.600), ef þú verslar fyrir kr. 120.000 færð þú 3% inneign (kr. 3.600) o.s.frv., allt að kr. 200.000 sem gefur þér 5% inneign (kr. 10.000).
  • Árlegi bónusinn er settur inn á vildarkortið þitt í febrúar ár hvert og gildir í 6 mánuði.

Notkun á inneign

  • Þegar þú verslar í Lindex og átt inneign á vildarkortinu þínu, þarftu sjálf(ur) að taka fram ef þú vilt nýta hann.
  • Ef inneignin er hærri en kr. 4.000 þarftu að framvísa persónuskilríkjum. Þetta er gert til þess að gæta öryggis þíns og tryggja að enginn annar en þú geti nýtt inneignina þína.

Persónuupplýsingar

Sjá skilmála um persónuupplýsingar á lindex.is.

Skilmálar voru uppfærðir 13. júlí 2018.

Skilmálar Borgunar hf.

Skilmálar um endurnýtingu fatnaðar í samstarfi við Rauða krossinn

Endurnýttu fötin þín

  • Þegar þú ert orðin(n) leið(ur) á fötunum þínum eða þau passa ekki lengur þá er upplagt að fara með þau í endurvinnslu. Eitthvað sem er gamalt í þínum augum getur verið nýtt í augum annarra. Við hvetjum þig því til að skila fötunum þínum inn til góðgerðastofnana eða til okkar í Lindex.
  • Lindex og Rauði kross Íslands stuðla að endurnýtingu fatnaðar og saman sjáum við til þess að gömlu fötin þín fái nýtt líf eða verði endurunnin til framleiðslu á nýjum fatnaði.
  • Þú getur skilað inn notuðum Lindex fatnaði í allar verslanir Lindex á Íslandi. Fatnaðurinn verður að vera þurr og hreinn og í lokuðum plastpoka. Þú afhendir starfsmanni við afgreiðslukassann pokann. Í hvert skipti sem þú kemur með poka af notuðum fötum og framvísar vildarkorti Lindex færðu 500 króna inneign. Inneignina verður þú að nota í það skipti sem þú skilar inn pokanum.*
  • Það þarf allt að 29.000 lítra af vatni til að framleiða 1 kg af bómull, svo það er mikilvægt að við endurnýtum eða endurvinnum fatnaðinn í staðinn fyrir að henda honum í tunnuna.

*Inneignin sem þú færð gildir ekki með öðrum afslætti eða tilboðum. Mest er hægt að fá eina inneign í hvert sinn sem þú kemur með fatnað til endurvinnslu.